kolbeinn reginsson

framkvæmdastjóri

 

Líffræðingur og stofnandi Fislausna.

Stofnaði Fislausnir árið 2000 og setti á markaðinn hugbúnað fyrir sérfræðilækna. Eftir það var ekki aftur snúið af þeirri braut enda þótt að hann sé menntaður líffræðingur þá hafa tölvur alltaf verið allt um kring í hans tilveru.

Eftir líffræðina þá hóf hann störf að Tilraunastöðinni að Keldum, á sníkjudýradeild. Eftir það hóf hann störf á Landspítalanum og síðan hjá Flögu þar sem hann vann um árabil.

Hóf síðan störf hjá Ax Hugbúnaðarhúsi sem síðar sameinaðist í Hug/Ax. Var þar ráðgjafi í Axapta og vörustjóri fyrir vöruhúsakerfi. Hóf síðan störf á ný á sviði líffræðinnar og starfaði hjá Mentis Cura sem eru að þróa skimunarkerfi fyrir heilabilanir.

Árið 2017 hóf hann alfarið sjálfstæðan rekstur undir flaggi Fislausna ehf. Fyrir utan þetta þá stundar hann knattspyrnu af krafti og spilar blús í frístundum. kolbeinn@fislausnir.is

reginn tumi kolbeinsson

sölustjóri/vefhönnuður

 

Sviðslistamaður og Sölustjóri Fislausna

Reginn Tumi hefur starfað í sölu og þjónustu í um tíu ár með það að markmiði að veita góða þjónustu til  viðskiptavina og leita bestu lausna.

Reginn útskrifaðist á sviðslista braut frá Háskólanum í York á Englandi árið 2021, og ásamt sölu starfar hann sem sviðlistamaður.

Reginn er einnig yfir vefsíðudeild Fislausna sem sérhæfir sig í hönnun, hýsingu, viðhaldi og leitarbestun.

Staðsetning

 

Hamraborg 10-4 hæð, 200 Kópavogur, IS 

6931043

info@fislausnir.is