Okkar verklag

 

Hönnun

Fyrirtækin vita best hvað þau þurfa og vilja en einnig hvað þau eru reiðubúin til að fjárfesta miklu. Það er því hægt að taka eins stór skref sem þarf.

 

Þróun

Þegar hönnunin liggur fyrir þá fer fram þróun og útfærslan gerð í náinni samvinnu við fyrirtækin þannig að tryggt er að lausnin er alltaf að uppfylla þarfirnar að fullu.

 

 

Miðlun gagna

Fyrirtækin þurfa oft að geta miðlað gögnum sínum innan fyrirtækisins sem og út á við til annara og þá er nauðsynlegt að geta miðlað þeim gögnum með þeim hætti sem hentar best.

 

Vefsíðugerð

Við getum hannað vefsíður og hýst fyrir fyrirtæki þitt.

 

Aðstoð og þjónusta

Eitt af því sem mikilvægast er í hugbúnaðargeiranum er að veita eins góða þjónustu og mögulegt er.

 

 

 

Gagnagrunnur í snjalltækin og vef

 

Notkun snjalltækja við FileMaker er samhæfð að fullu við FileMaker,  grunnurinn er beinlínis uppbyggður til að styðja þessi tæki. Það er því öflugur kostur t.d. þegar þarf að vinna utan vinnustaðar eða til dæmis í vinnslusal þar sem erfitt er að koma fyrir venjulegum tölvubúnaði.

Í þeim tilfellum er hægt að nota síma eða spjaldtölvu, annað hvort í WIFI tengingu eða Mobile tengingu.

Auðvelt að að taka myndir, hljóð eða myndbönd og vista það um leið í gagnagrunn.  Eins er grunnurinn veftækur en hægt er að birta gögn og vinna með þau í gegnum vefinn en Filemaker hugbúnaðurinn getur endurvarpað gagnagrunninum beint yfir á vef án þess að það þurfi að sérstakt vefviðmót sem vissulega sparar mikla forritunarvinnu.

Hins vegar er þó einnig hægt að nota hann sem REST API vefþjónustu sem vinnur á móti vefhönnun.

 

Vefsíðugerð

Vefsíðudeild Fislausna sérhæfir sig í hönnun og viðhald vefsíða fyrir fjölbreytan hóp fyrirtækja. Við bjóðum einnig upp á margvíslegar tengingar við önnur vefkerfi sem að snúast um þægindi og fljót samskipti fyrir bæði starfsmenn og viðskiptavini þeirra.

 

 

Lesa meira

 

okkar helstu markmið

Okkar sérþekking hjá Fislausnum er að hanna og forrita sérlausnir sem falla sem best að þeim verkferlum sem fyrirtækin eru að nota

Það að nota hugbúnað sem ekki er sérsniðinn þýðir að oft þarf að nota flóknari leiðir til þess að ná settu marki.

Með sérsmíði er hvert skref úthugsað og hver aðgerð hefur sitt hlutverk. Þannig er hægt að hámarka vinnu starfsmanna og flýta fyrir öllum ferlum.

Við teljum að með því að sérsmíða lausnir fyrir flókna verkferla að þá náist betri nýting á þeirri vinnu sem fer í það að vinna verkin. Ef verið er að nota staðlaðar hugbúnaðarlausnir sem algengar eru á markaðnum að þá oft næst ekki sú bestun á þeim verkferlum sem æskilegust er.

Sérsmíði þýðir alls ekki að lausnirnar verði dýrari, síður en svo því það þarf einnig að taka tillit til þess hversu vel hugbúnaðurinn fellur að verkferlunum, hvert aukaskref telur.

Fislausnir er nú opinber samstarfsaðili við Claris Filmaker