Fótafis
Rafræn sjúkraskrá fyrir Fótaaðgerðafræðinga. Kefið er uppbyggt með vefbókunarkerfi þar sem notendur geta skráð sig í tíma hjá sínum fótaaðgerðafræðingi.
Gagnagrunnar í snjalltækin og vef
Notkun snjalltækja við FileMaker er samhæfð að fullu við FileMaker, grunnurinn er beinlínis uppbyggður til að styðja þessi tæki. Það er því öflugur kostur t.d. þegar þarf að vinna utan vinnustaðar eða til dæmis í vinnslusal þar sem erfitt er að koma fyrir venjulegum tölvubúnaði.
Vefsíðugerð og þjónustur
Vefsíðudeild Fislausna sérhæfir sig í hönnun og viðhald vefsíða fyrir fjölbreytan hóp fyrirtækja. Við bjóðum einnig upp á margvíslegar tengingar við önnur vefkerfi sem að snúast um þægindi og fljót samskipti fyrir bæði starfsmenn og viðskiptavini þeirra.
Fiskerfið
Komukerfi Fislausna hefur verið í notkun hjá 30 sérfræðilæknum frá árinu 2000.
Stöðugar endurbætur hafa verið gerðar á kerfinu og sífellt bætast við nýjungar í kerfið.
Kerfið samanstendur af sjúklingabókhaldi þar sem auðvelt er að fá glögga yfirsýn yfir allar komur einstaklinga.
Þróun
Þegar hönnunin liggur fyrir þá fer fram þróun og útfærslan gerð í náinni samvinnu við fyrirtækin þannig að tryggt er að lausnin er alltaf að uppfylla þarfirnar að fullu.
Aðstoð og þjónusta
Eitt af því sem mikilvægast er í hugbúnaðargeiranum er að veita eins góða þjónustu og mögulegt er.
Miðlun gagna
Fyrirtækin þurfa oft að geta miðlað gögnum sínum innan fyrirtækisins sem og út á við til annara og þá er nauðsynlegt að geta miðlað þeim gögnum með þeim hætti sem hentar best.
Um FIslausnir
Fyrirtækið er stofnað 2000 og í upphafi hóf hugbúnaðargerð á heilbrigðissviði. Hugbúnaður sérhannaður fyrir sérfræðilækna, sálfræðinga og fleiri hafa verið eitt megin verkefnunum. Hefur þessi hugbúnaður fengið nafnið Fiskerfið og þá með vísun í hve létt og þjált kerfið er í notkun.
Á síðari árum hafa fjölmörg önnur verkefni bæst við t.d. tengingar við heilbrigðisgátt Landlæknis Heklu sem gerir Fiskerfinu kleift að hafa samband við öll önnur heilbrigðiskerfi á landinu. Dæmi um slíkt er tenging við Heilsuveru bæði skilaboð og spurningalistar, rafræn læknabréf, lyfjagátt Landlæknis og fleira.
Kolbeinn REginsson
lífræðingur og stofnandi fislausna
Stofnaði Fislausnir árið 2000 og setti á markaðinn hugbúnað fyrir sérfræðilækna. Eftir það var ekki aftur snúið af þeirri braut enda þótt að hann sé menntaður líffræðingur þá hafa tölvur alltaf verið allt um kring í hans tilveru.
Eftir líffræðina þá hóf hann störf að Tilraunastöðinni að Keldum, á sníkjudýradeild. Eftir það hóf hann störf á Landspítalanum og síðan hjá Flögu þar sem hann vann um árabil.
Hóf síðan störf hjá Ax Hugbúnaðarhúsi sem síðar sameinaðist í Hug/Ax. Var þar ráðgjafi í Axapta og vörustjóri fyrir vöruhúsakerfi. Hóf síðan störf á ný á sviði líffræðinnar og starfaði hjá Mentis Cura sem eru að þróa skimunarkerfi fyrir heilabilanir.
Árið 2017 hóf hann alfarið sjálfstæðan rekstur undir flaggi Fislausna ehf. Fyrir utan þetta þá stundar hann knattspyrnu af krafti og spilar blús í frístundum. kolbeinn@fislausnir.is
Reginn Tumi Kolbeinsson
Sviðslistamaður og sölustjóri fislausna
Reginn Tumi hefur starfað í sölu og þjónustu í um 12 ár með það að markmiði að veita góða þjónustu til viðskiptavina og leita bestu lausna.
Reginn útskrifaðist á sviðslista braut frá Háskólanum í York á Englandi árið 2021, og ásamt sölu starfar hann sem sviðlistamaður.
Reginn er einnig yfir vefsíðudeild Fislausna sem sérhæfir sig í hönnun, hýsingu, viðhaldi og leitarbestun.
Heimilisfang
Hamraborg 10
200 Kópavogur
Sími: 693-1043